HERDER

Líf og list

Herder Andersson fæddist árið 1933 og ólst upp frá sex ára aldri í sjávarbænum Lysekil á vesturströnd Svíþjóðar. Hann lést í Reykjavík 3. febrúar 2024. Frá barnsaldri sótti hann kirkju á hverjum sunnudegi og snemma áttu hvers kyns hannyrðir hug hans allan. Ungur hélt hann til Stokkhólms til að leita sér menntunar og greip öll tækifæri sem gáfust ungum alþýðupilti en bjó oft við þröngan kost.