Myndlist HERDER
Herder, grös, blóm og fleira.
Fyrir mörgum árum siðan, þegar ég var að biða eftir mjaðmaaðgerð, þá var ég óvinnufær med öllu og svaf mjög illa, byrjade jag að teikna og mála blóm en lika grös, oft með rót.
Ég átti góðan vin som kom till min nokkrum sinnum í viku með blóm úr garðinn sinn. Ég teiknade eins nákvæmlega og ég gat og fylgðist mjög vel með hvernig blómið breyttist í kjarnhús, hvernig kjarnhúsið oppnaðist og hvernig það losaði sig við fræinn.
Þetta var góð kensla i grasafræði.
En ég málaði lika mikið. Stunðum blandaði ég saman blóm og grös, stundum eingöngu grös. Allt var jafn skemtilegt. Þannig fékk ég margar nætur að liða þvi að verkirnir rak mig alltaf fram úr rúminu nótt eftir nótt.
Þar áður hafði ég yndi af að mála landslag úti í náttúrunni. En þetta byrjaði ég ekki með fyrr en ég fluttist til Reykjavikur 1963. Alltaf á ferðalögum í sumarfrium hafði ég með mér málaradótið mitt, á Snæfellsnesi, við Skógarfoss, á Kirkjubæjarklustri, í Húsafellskógi, á Þingvöllum, í Þjorsárdal og í Vestmannaeyjar. Allstaðar sáu nokkrar myndir dagsins ljós… og ég málaði lika mikið af “stileben “ eins og það er kallað. Altaf var gaman að halda á pensli.
Það hefur sennilega verið eftir árið 2000 að ég fór að mála bænamyndir. Ég get lika kallað það hugleiðslumyndir. Mótivið var oftast stort logandi kerti með blóm i kring.
Ein vinkona minn gaf ég einu sinni svona mynd. Vinkona hennar sá myndinni og vildi bjóða mig að taka þátt í myndlistasýningu sem haldin átti á vegum sálarrannsóknarfélagið á Selfossi. Sýningin var haldin með mörgum gestum en engin okkar listamannana seldi neitt þó að verðið var mjög í hófi stillt. Ég gaf nokkar af minum myndum. Þetta gerði ég stundum. Ég hafði alltaf á tilfinningunni að vinahopinn, sem var nokkuð stór, ætlaðist til af mér að ég gaf myndirnar minar. Þau voru öll vel efnuð svo þau vantaði ekki aurarna. Mér leiddist þetta alltaf.
Ein vinkona minn, Guðrún, ágæt en nokkuð frek, vildi endilega fá að koma heim til min og sjá mig mála. Ég hafi sagt við hana að ég væri mjög fljótur þegar ég málaði með vatnslitum. Ég var ekki hrifinn en hún kom og ég málaði eina mynd með fjólubláum túlipönum. Ég hefur verið svona tiu minútur að þessu. Guðrún bara gafti. Ég sá á hana að hún ætlaðist til að ég gaf henni myndinni, sem ég gerði ekki. Svo hún fór en hringdi næsta dag. Það vildi svoleiðs til að kona kom og keyfti mýndinni rétt áður en Guðrún hringi. Mikið varð hún fúl þegar ég sagði að ég rétt áðan hefði selt myndinni.